Pickalbatros Aqua Blu Resort
Rennibrautir og fjölskyldufjör!
Pickalbatros Aqua Blu Resort er vinsælt val fyrir þá sem vilja sundlaugar og rennibrautir! Hótelið er með fjórar sundlaugar, vatnagarð og öldulaug auk þess að vera stutt frá ströndinni. Þetta hótel hentar einstaklega vel fyrir fjölskyldur. Það er með líkamsræktarstöð, sem og nuddpott, utanhúss tennisvelli, minigolf og alls konar afþreyingu.
Herbergin eru rúmgóð og þægileg, með öllum helstu þægindum til að tryggja notalega dvöl. Hótelið starfar á „allt innifalið“ grundvelli og býður upp á gott úrval veitingastaða. Þú getur notið asískra, ítalskra, austurlenskra og alþjóðlegra rétta, auk þess sem snarlbarir og kaffihús sjá um léttari veitingar milli mála. Drykkir eru í boði allan daginn, þar á meðal ferskir ávaxtasafar, gosdrykkir og kokteilar fyrir fullorðna.
Á kvöldin lifnar svæðið við með skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa – barnaskemmtunum, sýningum og lifandi tónlist. Þar að auki er í boði fjölbreytt afþreying, svo sem strandboltaleikir, líkamsrækt, spa-meðferðir og verslanir á svæðinu.
Aqua Blue Resort er í stuttri akstursfjarlægð frá miðbæ Hurghada og hinum tærbláu ströndum Rauðahafsins en gestgir geta notað ströndina við systur hótelið í nágrenningu. Þetta er hinn fullkomni gististaður fyrir fjölskyldur sem vilja blanda saman afslöppun, ævintýrum og matargerð frá öllum heimshornum – allt á einum stað.
Bæði um jól og áramót eru sérstaklega íburðamikil veisluhöld sem innifalin eru í pakkanum. Einnig geta gestir farið á kvöldskemmtun í Jungle Park – Neverland skemmtigarðinum.
Myndir
Verð

























