fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Afþreying & Upplifanir

Hurghada og Luxor

Ótal afþreyinga og skemmtana eru í boði á svæðinu á meðan dvöl stendur yfir. Vinsælt er að gera sér ferð í eyðimörkina og fara þar í fjórhjólaferðir, loftbelg eða ferðast um á kameldýrum. Rauðahafið er einnig fullt af framandi fiskalífi og sjórinn er tær og blár og því tilvalið að fara að snorkla.

Hurghada er líflegur dvalarstaður sem býður upp á úrval af spennandi afþreyingum sem koma til móts við alla sem sækja þangað, hvort sem þeir séu í leit að ævintýri, slökun eða menningarkönnun.

Fyrir þá sem eru að leita að ævintýrum neðansjávar þá býður Hurghada upp á eitt af bestu snorkl-aðstöðum heims. Þar finnur þú framandi heim fullan af litríkum fiskum, kóralrifjum og hver veit nema þú rekist á skjaldböku eða höfrung. Þeir sem eru í leit að meiri spennu þá er einnig hægt að skella sér á brimbretti eða fallhlífasiglingu á ströndinni.

Engin heimsókn til Hurghada væri svo fullnýtt nema með ferð í eyðimörkina, hvort sem það væri kameldýraferð eða að þjóta um á fjórhjólum. Einnig er í boði að upplifa sólarupprásina eða sólsetrið í eyðimörkinni um borð í loftbelg og borðað morgun-eða kvöldmat í hefðbundnum Bedúína búðum.

Helstu atriði

Við hverju má búast

➤ Skipulagðar afþreyingar

➤ Snorkeling

➤ Hestaferð um ströndina

➤ Loftbelgur í Luxor

➤ Bogfimi á hótelinu

➤ Vatnsrennibrautagarður

Ertu með sérósk?

Ertu að leita að einhverju sérstöku? Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að finna það sem þú ert að leita að.