fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Hvar verður næsta árshátíð haldin, kannski erlendis?

Árshátíðar- og fyrirtækjaferðir

Áratuga reynsla í viðburðarferðum erlendis...

Við hjá Kompaníferðum búum yfir áratuga reynslu af viðburðar- og fyrirtækjaferðum erlendis þar sem við höfum aðstoðað hundruði fyrirtækja við að skipuleggja sína ferð. Við sjáum um að bóka allt frá flugi og hóteli til árshátíðar og spennandi afþreyingar.

Við leggjum áherslu á að ferðin sé sérsniðin að óskum hópsins, hvort sem það er árshátíð, námsferð eða ferð með það að markmiði að hrista saman hópinn.
Þökk sé okkar trausta tengslaneti erlendis getum við boðið bæði góð kjör og einstakar upplifanir á áfangastöðum um alla Evrópu.

Þegar kemur að árshátíðarviðburðinum sjálfum sjáum við um að finna rétta veislusalinn og hanna dagskrána með hópnum. Við getum útvegað skemmtidagskrá með erlendum eða íslenskum atriðum eða skemmtikröftum.  Á stærri viðburðum sendum við einnig fararstjóra og- eða viðburðastjóra með hópnum til þess að tryggja að kvöldið og ferðin verði eins og fyrirhugað var.

Við finnum jafnframt skapandi afþreyingu og óvenjulegar upplifanir ef hópnum langar að gera eitthvað skemmtilegt saman. Það er til dæmis vinsælt að fara í hjólaferðir, matartúra eða bátsiglingar svo eitthvað sé nefnt.

Ferðirnar okkar hafa í gegnum tíðina styrkt samheldni, eflt tengsl og skapað minningar sem lifa áfram löngu eftir heimkomuna.

Með fagmennsku, reynslu og ástríðu sjáum við til þess að ferðin verði bæði ánægjuleg og vel heppnuð.

SKAPANDI

Við sérhönnum hverja ferð eftir óskum hópsins. Engin ferð er eins en allar jafn skemmtilegar.

ÁBYRG

Með áratuga reynslu í viðburða- og árshátíðarferðum fyrir hópa erlendis. Þú getur treyst okkur fyrir þinni ferð.

PERSÓNULEG

Persónuleg og auðveld samskipti eru okkur fremst í huga þegar að við sinnum okkar viðskiptavinum.

Ávinningur fyrirtækjaferða

Að fara saman í fyrirtækja- eða árshátíðarferð er frábær leið til að efla samheldni og styrkja tengsl innan hópsins.
Ferðin gefur starfsfólki tækifæri til að slaka á utan daglegs umhverfis, njóta skemmtilegra upplifana saman og skapa minningar sem lifa áfram löngu eftir heimkomuna.
Slíkar ferðir auka jákvætt starfsandrúm, hvetja til betra samstarfs og veita starfsfólki nýja orku inn í starfið.

NOKKRAR HUGMYNDIR

Dinner cruise - árshátíðin á báti þar sem er matur og tilheyrandi gleði

Á báti

Hægt er að halda árshátíðina um borð í bát, þá er bæði hægt að hafa borðhald eða standandi veislu. Þetta er skemmtileg tilbreyting frá hinni hefðbundnu árshátíð, þar sem hægt er að njóta útsýnisins.
árshátíðin í höll

árshátíðin í höll

Á þeim áfangastöðum þar sem fallegar hallir eru getur verið möguleiki að halda árshátíðina á staðnum. Virkilega flott leið til að halda uppá árshátíðina fyrir þitt fyrirtæki.
hljomsveit

Hljómsveit

í stað þess að hafa DJ er hægt að bóka hljómsveit. Oftar en ekki er þessi kostur þá eitthvert innlent band sem spilar cover lög af ýmsum toga.
Alltaf þægilegt að halda árshátíðina á hótelinu

Hótel salur

Það er ávalt vinsælt kostur að halda árshátíðina á hótelinu. Felur það í sér mikil þægindi og eru flest stærri hótel með mikið úrval af sölum sem henta bæði stærri og minni hópum. Er mikill kostur að þurfa ekki að leita langt, hvort sem maður er á leiðinni á árshátíðina eða að leið heim eftir veisluna.
Árshátíðin í glæsilegu fiskabúri

Í fiskabúri

Á nokkrum af okkar áfangastöðum er hægt að hafa árshátíðina í fiskabúri, sem þýðir að salurinn er umlukinn fiskabúrum með allskyns fallegum fiskum. Ævintýranleg upplifun og skapar skemmtilega stemmingu.
í kastala

Í kastala

Að halda árshátíð í kastala er einstök upplifun. Þetta er möguleiki á nokkrum af okkar áfangastöðum. Þetta er gott tækifæri að halda skemmtilegar þema veislur þar sem það getur myndast ævintýralegt andrúmsloft.
Árshátíð í tjaldbúðum í Marookó

Í tjaldbúðum

Í Marrakesh bjóðum við upp á að halda einstaka árshátíð í tjaldbúðum. Vinsælt er að hafa þema og klæðast búningum. Slá þær alltaf í gegn, þar sem þetta er árshátíð sem þú upplifir aðeins einu sinni á lífsleiðinni.

Myndabás & Ljósmyndari

Það skapar oft skemmtilega stemningu að hafa myndabás eða photobooth eins og það er oft kallað. Ljósmyndari nær svo annari stemningu útá gólfi og af viðburðinum sjálfum. Hvorutveggja góðar minningar að eiga eftir skemmtilegan viðburð.
Á lestarstöð - Klikkuð staðsettning fyrir árshátíð

Öðruvísi árshátíð

Virkilega skemmtileg leið til að halda uppá árshátíðina er að láta lestar sækja gestina á hótelið og fara með þá á lestarstöð. Þá er notið fordrykkjar í lestunum á leiðinni á áfangastað og þegar þangað er komið er sitjandi borðhald inn á lestarstöðinni, einstök upplifun. Allskonar svona „öðruvísi“ kostir eru í boði á sumum af okkar áfangastöðum.
skemmtikraftar

Skemmtikraftar

Skemmtikraftur getur verið í formi uppistands, söngatriðis, sirkusatriðis eða einfaldlega fallegt píanó eða gítarspil yfir mat. Valmöguleikarnir eru margir og er hægt að hafa þetta erlenda eða íslenska skemmtikrafta.
DJ

Skemmtilegur DJ

Það að hafa góðan DJ getur alveg breytt öllu þegar kemur að góðu kvöldi. Einhver sem kann að spila kvöldið eftir stemningunni og rífa fólk útá gólf.
Hlöðuball á árshátíðinni erlendis

Skemmtun í hlöðu

Ef fyrirtækjum langar að breyta til frá sitjandi borðahaldi er árshátíð í hlöðu frábær skemmtun. Er sá möguleiki í boði á nokkrum af okkar áfangastöðum. Höfum við boðið upp á hlaðborð eða matarvagna á staðnum og skapast þannig afslöppuð stemning og fólk nýtur þess að vera saman.

Tónlistaratriði

á stærri viðburðum getur verið gaman að fá einhver skemmtiatriði, tónlistaratriði eða annað. Þetta geta verið innlend atriði eða íslenskir skemmtikraftar og þá sjáum við um að græja það allt.
Veislustjorn

Veislustjórar

Veilsustjórn getur verið mikilvægur hlekkur þegar kemur að því að halda góða veislu. Oftar en ekki er tekin veislustjóri frá Íslandi þar sem hann nær best til fólksins og þekkir okkur best og getur haldið uppi góðri stemningu.
Árshátíðin haldin á vínekru

Vínekru árshátíð

Vínekrur eru einstaklega fallegar og frábærar til að halda árshátíð og er þetta möguleiki á nokkrum af okkar áfangastöðum. Á vínekrunum er hægt að sameina vínsmökkun og fallegt umhverfi og njóta þannig náttúrunnar og veislunnar á sama tíma.