Við hjá Kompaníferðum búum yfir áratuga reynslu af viðburðar- og fyrirtækjaferðum erlendis þar sem við höfum aðstoðað hundruði fyrirtækja við að skipuleggja sína ferð. Við sjáum um að bóka allt frá flugi og hóteli til árshátíðar og spennandi afþreyingar.
Við leggjum áherslu á að ferðin sé sérsniðin að óskum hópsins, hvort sem það er árshátíð, námsferð eða ferð með það að markmiði að hrista saman hópinn.
Þökk sé okkar trausta tengslaneti erlendis getum við boðið bæði góð kjör og einstakar upplifanir á áfangastöðum um alla Evrópu.
Þegar kemur að árshátíðarviðburðinum sjálfum sjáum við um að finna rétta veislusalinn og hanna dagskrána með hópnum. Við getum útvegað skemmtidagskrá með erlendum eða íslenskum atriðum eða skemmtikröftum. Á stærri viðburðum sendum við einnig fararstjóra og- eða viðburðastjóra með hópnum til þess að tryggja að kvöldið og ferðin verði eins og fyrirhugað var.
Við finnum jafnframt skapandi afþreyingu og óvenjulegar upplifanir ef hópnum langar að gera eitthvað skemmtilegt saman. Það er til dæmis vinsælt að fara í hjólaferðir, matartúra eða bátsiglingar svo eitthvað sé nefnt.
Ferðirnar okkar hafa í gegnum tíðina styrkt samheldni, eflt tengsl og skapað minningar sem lifa áfram löngu eftir heimkomuna.
Með fagmennsku, reynslu og ástríðu sjáum við til þess að ferðin verði bæði ánægjuleg og vel heppnuð.
Ávinningur fyrirtækjaferða
Að fara saman í fyrirtækja- eða árshátíðarferð er frábær leið til að efla samheldni og styrkja tengsl innan hópsins.
Ferðin gefur starfsfólki tækifæri til að slaka á utan daglegs umhverfis, njóta skemmtilegra upplifana saman og skapa minningar sem lifa áfram löngu eftir heimkomuna.
Slíkar ferðir auka jákvætt starfsandrúm, hvetja til betra samstarfs og veita starfsfólki nýja orku inn í starfið.


