fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Afþreying í árshátíðarferðinni þinni

Kompaní Ferðir

Skemmtileg lesning

5 gagnleg atriði þegar skipuleggja á árshátíðarferð

Er þitt fyrirtæki að hugsa um að fara í árshátíðarferð erlendis? Hér á eftir koma fimm atriði sem gott er að hafa í huga.

Byrja snemma

Gott er að byrja snemma að skoða hvaða möguleikar eru í boði. Því stærri sem hópurinn er því lengri þarf fyrirvarinn að vera til að flug og hótel séu laus á þeim áfangastöðum sem hópurinn hefur áhuga á. Góður fyrirvari er ávísun á fleiri og betri flugmöguleika ásamt því að geta valið úr hótelum til að fá besta verðið.

Tala við starfsfólk

Að ræða saman um áhuga starfsfólksins er góð leið til að fá sem mest út úr ykkar ferð. Það koma oft upp margar skemmtilegar hugmyndir og gott að sjá hvar áhuginn liggur. Því næst er að áætla fjölda út frá áhuga, en það er mikilvægt þegar kemur að því að panta bæði flugsæti og hótelherbergi. Með því að hafa starfsfólkið með í umræðunni er líklegt að það myndist spenna fyrir ferðinni, svo sem flestir skrái sig í ferðina og allir verði ánægðir.

Það er alltaf gaman að fara til Barcelona

Ferða og áfangastaðaval 

Gott er að ferðanefndin gefa sér góðan tíma í að velja þá áfangastaði sem henta og starfsfólkið er spennt fyrir. Einnig er gott að skoða hverskonar áfangastað fyrirtækið sækist eftir, viljið þið fara í stórborg, minni bæi eða í sólina. Hér er mikilvægt að kynna sér vel hvaða flugmöguleikar eru í boði fyrir stærð hópsins, þar sem ekki öll flug henta öllum hópum. Það getur verið mikill munur á því að vera í stórborg eða í minni borg eða bæ. Í minni bæjum er hópurinn oft að hittast á gangi og myndast oft skemmtileg stemming. En í ferðum í stórborg er yfirleitt meira að sjá og gera og úrval af hótelum og veitingastöðum yfirleitt meira. Ef áfangastaður er valinn nálægt ströndinni er oft öðruvísi andi í ferðinni en það getur verið mjög gott fyrir okkur Íslendingana að lífga upp á skammdegið með smá sól.

Skoða hvaða dagsetningar

Það er mikilvægt að finna út hvenær fyrirtækið getur farið í ferð. Það er að mörgu að huga þegar kemur að dagsetningu á ferðinni. Gott er að byrja að ákveða hvort ferðin eigi að vera á árinu eða því næsta, og hvort eigi að fara að vori eða hausti. Einnig eru aðrir hlutir sem spila inn í þessa ákvörðun til dæmis hvort eigi að loka fyrirtækinu í 1-2 daga og hvort hægt sé að nýta rauða daga til að lengja ferðina.

Fá aðstoð frá fagaðila

Huga þarf að mörgum smáatriðum við skipulag á árshátíðarferð og því mælum við eindregið með að fá aðstoð frá fagaðilum. Undirbúningur er oft tímafrekur ásamt því að flækjustig getur verið hátt. Fagaðilar hjálpa þér að finna flug, hótel, skipuleggja og bóka árshátíðina, auk þess að halda utan um skráningar í skoðunarferðir og aðra afþreyingu á staðnum. Tekur það álag af skipuleggjendum innan fyrirtækisins og gefur það öllum starfsmönnum tækifæri á að njóta í ferðinni.