Krít, Grikklandi - Beint flug
Einstök blanda af sögu, náttúru og afslöppun
Upplifðu Krít
Komdu með í tíu daga ferð til Krítar með beinu flugi frá Íslandi til Heraklion! Gist er á þægilegum hótelum í Heraklion eða Hersonissos, tveimur vinsælum stöðum sem bjóða upp á bæði afslöppun og skemmtilega afþreyingu.
Krít er einstakur áfangastaður þar sem saga, náttúra og grísk gestrisni mætast. Í Heraklion, höfuðborg eyjunnar, má finna spennandi söfn, líflega markaði og sögulegar minjar, eins og Knossos-höllina, sem er ein merkasta fornminja Grikklands. Hersonissos er hins vegar þekkt fyrir afslappaðra andrúmsloft með fallegum ströndum, góðum veitingastöðum og notalegum kaffihúsum.
Þeir sem vilja njóta fallegra náttúruperla geta heimsótt Elafonissi-ströndina, Balos-lónið eða gengið um Samaria-gljúfrið. Á Krít er einnig tilvalið að bragða á ekta Grískum réttum, þar sem fersk hráefni og hefðbundnar uppskriftir tryggja einstaka upplifun.
Flugupplýsingar
Flogið út: 25.maí: KEF – HER / Kvöldflug (lent 26.maí)
Flogið heim: 4. júní: HER – KEF / Olíustopp (40mín)
📍 Innifalið í ferðinni:
Beint flug til Heraklion
Hótelgisting í 9 nætur
Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld
Íslenskir fararstjórar á svæðinu
*Hægt að panta akstur til og frá flugvellinum úti


