Grísku eyjarnar
Í óbeinu flugi frá Akureyri / 25.maí - 4.júní
Draumaferð um Grísku eyjarnar
Komdu með í einstaka ferðaupplifun þar sem ferðalagið byrjar strax á Akureyrarflugvelli. Við fljúgum þér til Reykjavíkur, þar sem rúta bíður og keyrir þig á Keflavíkurflugvöll. Þar hefst hið raunverulega ferðalag – suður á bóginn í átt að grísku sólinni.
Tvær ferðaleiðir í boði – eitthvað fyrir alla!
Séróskir eru velkomnar og við gerum allt til að tryggja að ferðin verði eins og þú óskar þér. Við tökum glaðlega á móti fyrirspurnum og getum mælt með ákveðnum hótelum sem við höfum valið sérstaklega fyrir gesti okkar.
Flugupplýsingar
Flogið út – 25.maí:
AEY – RVK / 19:54 – 20:30
KEF – HER / 23:30 – 08:00 +1
Flogið heim – 4.júní:
HER – KEF / 10:00 – 15:00
RVK – AEY / Rúta frá Keflavík



Pakki 1 – Eyjahopp um grísku eyjarnar
Þú gistir fyrst á heillandi hóteli í Heraklion á Krít áður en þú siglir milli einstakra grískra eyja. Í ferðinni upplifir þú töfrandi Santorini, Naxos og getur svo valið á milli hinnar fjörugu Mykonos eða Ios.
Þú getur líka sérhannað ferðina þína með því að bæta við eyjum eða lengja dvöl þína á uppáhalds eyjunum. Eftir níu ógleymanlegar nætur liggur leiðin aftur til Íslands, full af góðum minningum og sól í hjarta.
📍 Innifalið í ferðinni:
- Flug til Akureyri til Reykjavíkur: báðar leiðir
- Flug til Krítar: báðar leiðir
- Akstur á gestum til og frá Reykjavik til Keflavíkur
- Sigling á milli eyjanna
- 18 kg taska og 5 kg handfarangur.
- Gisting í 9 nætur með morgunverði (2-3 stjörnur eða 3-4 stjörnur).
- Ferðahönnun, heildarskipulag og umsjón ferðarinnar, bókun á flugi, hótelgistingu og öllu sem við kemur ferðinni.
- „Meet and greet“ á flugvelli.
- Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld.
Verðmál – Grísku eyjarnar
2-3 stjörnu hótelpakki: 258.000kr.- á mann í tvíbýli
3-4 stjörnu hótelpakki: 289.500kr.- á mann í tvíbýli
*Einstaklingsherbergi kostar 65.000kr.- aukalega.
Pakki 2 – Sólardagar á Krít
Ef þú vilt slaka vel á í sólinni á einum stað er þessi pakki fyrir þig. Ferðin hefst á sama þægilega hátt, með flugi frá Akureyri og beinum akstri til Keflavíkur. Þaðan liggur leiðin beint til hinnar sólríku Krítar þar sem þú gistir í níu nætur á hóteli í hjarta Heraklion. Hér færðu næði til að njóta sólarinnar, sjávarins og þess besta sem þessi fallega eyja hefur upp á að bjóða. Góður matur, strandarlíf og grísk menning gera þessa ferð að ómótstæðilegri upplifun.
📍 Innifalið í ferðinni:
- Flug til Akureyri til Reykjavíkur: báðar leiðir
- Flug til Krítar: báðar leiðir
- Akstur á gestum til og frá Reykjavik til Keflavíkur
- 18 kg taska og 5 kg handfarangur.
- Gisting í 9 nætur með morgunverði (2-3 stjörnur eða 3-4 stjörnur).
- Ferðahönnun, heildarskipulag og umsjón ferðarinnar, bókun á flugi, hótelgistingu og öllu sem við kemur ferðinni.
- „Meet and greet“ á flugvelli.
- Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld.
Verðmál – Krít
2-3 stjörnu hótelpakki: 215.400kr.- á mann í tvíbýli
3-4 stjörnu hótelpakki: 249.000kr.- á mann í tvíbýli
*Einstaklingsherbergi kostar 65.000kr.- aukalega.