Sælkeraferð til Champagne
Njóttu í Champagne héraðinu - Saga, menning, matur og vín!
Fimm dagar í Reims
Upplifðu fimm daga ferð til Reims, hjarta Champagne-héraðsins, þar sem saga, menning, matargerð og kampavín renna saman í einstaka upplifun.
Ferðin inniheldur heimsóknir í heimsfræg kampavínshús, þar á meðal Veuve Clicquot og Vranken Pommery, þar sem við fræðumst um framleiðsluferlið og njótum sérvalinna smökkunarupplifana í sögulegum kjöllurum. Við leggjum einnig leið okkar til miðaldabæjarins Troyes, þar sem við njótum staðbundinnar matargerðar og heimsækjum Champagne Gérard Lassaigne til að kynnast handverki einstakra kampavína.
Fararstjórinn er enginn annar en Gunni Palli sem er búinn að vinna í veitinga- og víngeiranum í rúm 30 ár og oft kenndur við fyrsta „alvöru“ vínbarinn í Reykjavík auk þess að hafa rekið vínbarinn vinsæla, Port 9. Með innsýn hans og ástríðu fyrir vínum verður ferðin einstök upplifun fyrir vínunnendur og sælkera.
Ferðin sameinar glæsileika Kampavínsins við ríka sögu og menningu svæðisins, með dásamlegum matarupplifunum og afslöppuðu andrúmslofti.
Flugupplýsingar
Flogið út: 25.september: KEF – CDG / 07:35 – 13:00
Flogið heim: 29. september: CDG – KEF / 17:00 – 18:30
📍 Innifalið í ferðinni:
– Beint flug með Icelandair til Parísar og til baka
– Akstur frá flugvelli til Reims og til baka
– Heimsóknir í glæsileg Kampavínshús
– Hádegismatur í Troyes
– Hótelgisting – Hyatt Centric Reims
– Fararstjóri – Gunnar Páll Rúnarsson
– Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld



Dagur 1
Flug með Icelandair klukkan 07:35
Koma til Parísar klukkan 13:00
Fararstjóri og rúta bíða ykkar við komu og við keyrum beint til Reims.
Innritun á hótel Hyatt Centric Reims.
Kvöldið er á eigin vegum og mælum við með að þið bókið ykkur á einn af glæsilegu veitingastöðum bæjarins.
Dagur 2
Eftir góðan nætursvefn höldum við á Avenue de Champagne í Épernay sem er á heimsminjaskrá og ein af mest táknrænu götum á Champagne svæðinu. Gatan er full af glæsilegum og sögulegum kampavínshúsum eins og Moët & Chandon, Perrier-Jouët og Pol Roger.
Champagne safnið, sem staðsett er í hjarta Épernay, er ómissandi til að kafa dýpra í söguna á þessum heimsþekkta drykk. Safnið er staðsett í höll frá 18. öld og býður upp á heillandi ferð um uppruna og þróun framleiðslu Champagne á mannamáli sem er frábær leið til þess að byrja þessa ferð áður en við köfum dýpra í málin næstu daga.
Á þessari götu er hægt að eyða mörgum klukkutímum og gefum við hópnum tíma til þess að rölta á eigin vegum og setjast niður á einn stað og fá sér eitt eða tvö glös.
Dagur 3
Við mælum með að byrja daginn á göngu um Park de la Patte d’Oie eða ef þú hefur áhuga á að versla getur þú skoðað verslanir Reims í nágreninu.
Seinnipartinn munum við heimsækja eina af frægustu Kampavíns-húsum heims, Veuve Clicquot. Þar fáum við leiðsögn um kjallara Veuve Clicquot, sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Við förum niður í hellana og munum læra um spennandi sögu húsins, sem á sögu sína að rekja til 1772, og merkilega stofnanda þess, Madame Clicquot, sem var þekkt sem “Grande Dame of Champagne.” Auk þess fáum við innsýn í ferlið við framleiðslu Kampavínsins, frá uppskeru til blöndunar, gerjunar og geymslu, sem býr til þau ótrúlegu gæði sem Veuve Clicquot er þekkt fyrir.
Kvöldið er á eigin vegum og mælum við með að þið bókið ykkur á einhvern af glæsilegu veitingastöðum bæjarins.
Dagur 4
Dagsferð til Troyes með Hádegismat og Champagne Gérard Lassaigne
Í dag förum við saman í heillandi ferð um miðaldaborgina Troyes, sem er falinn gimsteinn í Champagne. Dagurinn byrjar með leiðsögn um borgina þar sem við sjáum meðal annars hina frægu Troyes-dómkirkju.
Eftir að hafa skoðað okkur um miðbæ Troyes munum við njóta hádegisverðar á veitingastað í borginni saman (INNIFALIÐ).
Eftir hádegi kíkjum við í heimsókn á Champagne Gérard Lassaigne, framleiðanda sem er þekktur fyrir sérstakt, hágæða kampavín. Við kíkjum á svæðið og lærum um nákvæma framleiðsluferlið, frá ökrunum til kjallarans. Við fáum að smakka á hinum bestu kampavínum frá Gérard Lassaigne, þar sem þú munt uppgötva einstaka eiginleika þessara glæsilegu vína, þekkt fyrir að vera margslungin en fínleg.
Kvöldið er á eigin vegum og mælum við með að þið bókið ykkur á einhvern af glæsilegu veitingastöðum bæjarins.
Dagur 5
Þennan seinasta morgun getur þú nýtt að vild.
Útritun af hóteli er um hádegi og þá er einnig stutt í að við þurfum að leggja í hann inn til Parísar þar sem flugið okkar fer klukkan 17:00
Hyatt Centric Reims ****
Hyatt Centric Reims er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel, fullkomið fyrir þá sem vilja njóta borgarstíls í miðju Champagne-héraðinu. Hönnunin er innblásin af náttúrunni með mjúkum línum og hlýlegri stemningu sem skapar afslappað og nútímalegt umhverfi.
Hyatt Centric býður upp á 155 herbergi og svítur, stílhrein setusvæði, kampavínsverslun, miðlægan hótelbar og veitingastað sem rúmar 100 gesti.
Einnig er í boði heilsu- og líkamsræktaraðstaða, sem gestir geta sótt í.