Prag er höfuðborg Tékklands, sem þykir einstaklega falleg og sem gaman er að ganga um og skoða.
Er borgin þekkt fyrir einstök kennileiti og margar glæsilegar byggingar. Eitt merkasta kennileiti borgarinnar er Karlsbrúin sem liggur yfir Vltava ána og þar fyrir ofan stendur kastalahverfið vinsæla og dómkirkjan. Margar kirkjur eru víðsvegar um borgina sem og almenningsgarðar sem við mælum með að taka sér tíma í að skoða. Á Petrín hæð sem drónir 130 metrum yfir Vltava ánni er Petrín turn sem líkist helst litlum Eiffel turni en margir ferðamenn gera sér ferð þangað.
Ógrynni er af allskonar veitingastöðum í borginni svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ekki skemmir fyrir hversu hagstætt verðlagið er. Mikil bjórmenning er í borginni og oft eru tjöld á opnum svæðum þar sem bjór heimamanna er seldur. Samgöngur í borginni eru til fyrirmynda en það er lítið mál að koma sér á milli staða í metró, sporvögnum eða strætó sem ganga allan sólarhringinn. Leiðakerfið þeirra er einstaklega þægilegt í notkun og kostar alls ekki mikið svo við hvetjum alla til þess að nýta sér það. Almennt uppihald er ódýrt í Prag og þar er mjög hagstætt að versla.
Prag er virkilega áhugaverður áfangastaður sem hefur upp á margt að bjóða, hvort sem það er skoðunarferð um borgina eða að gera vel við sig í mat og drykk.



AFÞREYING Í PRAG
Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.
Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Prag á einstakan hátt. Við mælum með að fara í gönguferðir með leiðsögumanni, hjólaferðir og siglingar á Vltava ánni. Það er einnig mikið áhugaverðum kennileitum til að skoða víðsvegar um borgina líkt og farið var í hér að ofan.
Þessi listi er ekki tæmandi og það er margt fleira í boði. Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig og hans áhuga svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.