Norður Afríka er kannski ekki efst í huga þegar verið er að skoða áfangastað fyrir árshátíð fyrirtækisins erlendis sem gerir Marrakesh að virkilega spennandi kosti. Sérstaklega fyrir þá sem hafa farið áður í ferðir saman og vilja prófa eitthvað nýtt og öðruvísi.
Borgin trónir oft efst á listum um bestu áfangastaði veraldarinnar enda ekki að ástæðulausu. Í Marrakesh er margt hægt að gera og er afþreyingin sem þar er í boði alveg einstök. Miklar líkur eru á því að margir upplifi slíka ferð eingöngu einu sinni á lífsleiðinni.
Borgin er oft kölluð „Rauða borgin“ vegna rauðra bygginga sem einkenna hana og er talað um að hún skiptist í tvo hluta. Gamla hlutann, Medina, annarsvegar og nýja hlutann sem kallast Gueliz. Medinan er gríðarstórt markaðssvæði, níðþröngar götur og ótal veitingastaðir og er það virkilega áhugaverð upplifun að fara þangað. Nýji bærinn „Gueliz“ er hinsvegar mun evrópskari og þar má finna allar helstu tískuvöruverslanir, stórar hótelkeðjur, glæsilega veitingastaði og margt fleira. Atlasfjöllin standa svo tignarleg og falleg nálægt borginni sem gerir umhverfi hennar virkilega fallegt.



AFÞREYING Í MARRAKECH
Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.
Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Marrakesh á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í Hammam spa, úlfaldaferð, gönguferð um Medinuna, loftbelgjaferð og dagsferð um Atlasfjöllin. Hóparnir okkar hafa einnig farið í Go-Kart, fjórhjólaferð sem og það eru frábærir veitingastaðir með live sýningar á meðan borðað er.
Það er margt fleira í boði í Marrakesh og þessi listi alls ekki tæmandi Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig svo að allir fá eitthvað við sitt hæfi.