Heidelberg er lítil falleg þýsk borg sem ekki margir Íslendingar hafa farið til. Heimamenn kalla hana fegurstu borg landsins. Heidelberg er heimili stærstu og merkustu kastalarústa Þýskalands sem gnæfir yfir borgina og gerir hana einstaklega heillandi og öðruvísi en aðrar borgir. Ásamt því liggur áin Necker í gegnum borgina og glæsileg brúin yfir hana er stórt kennileiti fyrir svæðið.
Smæð borgarinnar gerir hana frábæra því hún heldur vel utan um litla sem stóra hópa. Er upplifunin því öðruvísi en í stærri borgum, þar sem hópurinn helst vel saman og Það eru líka frábærar samgöngur í borginni en þar eru bæði almennings sporvagnar og strætóar sem fara með þig hvert sem er.
Svæðið bíður upp á mikla möguleika en gamli bærinn er einn sá fallegasti í Þýskalandi. Borgin var ekki sprengd í seinni heimstyrjöldinni og vegna þess hefur bærinn haldist vel frá 16. og 17.öld. Í gamla bænum finnur þú Hauptstraße sem er lengsta göngugata Evrópu, hún er full af allskyns kaffihúsum, og búðum fyrir þá sem vilja versla. Einnig er mikið af veitingastöðum, bæði þýskum og alþjóðlegum sem gaman er að skoða. Það er hægt að fá Doner Kebab á mörgum stöðum um bæinn en það er þekktur réttur í Þýskalandi. Fyrir sælkera er líka mjög mikið af bakaríum, súkkulaði- og ísbúðum um alla borgina.
Vegna staðsetningar er hægt að kíkja í heimsókn í næstu bæi, svo sem Heppenheim, Speyer, Rothenburg og Weinheim.



AFÞREYING Í HEIDELBERG
Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.
Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Heidelberg á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í siglingu á Necker ánni, heimsókn í bjórgarða og brugghús og kastalaheimsóknir svo eitthvað sé nefnt. Hóparnir okkar hafa einnig farið og gengið The Philosopher’s Walk sem kostar ekkert og býður uppá frábært útsýni, sem og að skoðað vínekrur og farið á Benz bílasafnið.
Það er margt fleira í boði í Heidelberg og þessi listi alls ekki tæmandi Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig svo að allir fá eitthvað við sitt hæfi.