fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Haag er lítill strandbær um klukkustund frá Amsterdam flugvelli.

Haag

Hér er yndislegt að slappa af og njóta...

Haag er lítill strandbær um klukkustund frá Amsterdam flugvelli. Hollendingar eru þekktir fyrir hjólamenningu sína og því tilvalið að fara saman í hjólaferð og skoða þennan fallega bæ. Margar fínar verslanir eru í Haag og frábær veitingahús sem vert er að prófa. Skemmtilegt verslunarsvæði liggur við Hofvijver tjörnina og er einstaklega fallegt þar í kring.

Við ströndina liggur svo upplýsta bryggjan Scheveningen sem gaman er að heimsækja og þá sérstaklega á kvöldin því þar myndast oft skemmtileg stemning. Á henni er aragrúi af veitinga- og kaffihúsum og hægt er að njóta útsýnisins úr Parísarhjólinu. Sagan segir að hvergi sé fallegra útsýni yfir Norðurhaf en einmitt þar.

Holland býr yfir frábæru lestarkerfi og auðvelt er að koma sér á milli hverfa og bæja. Því er hægt að fara í styttri eða lengri ferðir til dæmis til Rotterdam, Amsterdam, Leiden, Delft eða Utrecht. Eins er frábært að fara í dagsferð yfir til þorpsins Kinderdjik, og heimsækja hinar frægu vindmyllur sem eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Inn í þá ferð má einnig blanda ferðum á túlípana akra og í hollenskt ostasmakk.

FLUGTÍMI

Flugið milli Keflavíkur og Amsterdam er um 3 klukkustundir.

VERÐLAG

Verðlag á bæði mat og drykk og í verslunum er almennt hagstætt.

VEÐUR

Vorin og haustin eru mild eða um 8-18 gráður.

RÚTUR

Um 40 mín tekur að keyra frá Amsterdam flugvelli til Haag.

AFÞREYING Í HAAG

Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.

Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Haag á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í hjólaferðir og bjórsmakk svo eitthvað sé nefnt. Hóparnir okkar hafa einnig farið í gönguferðir, heimsótt túlípana akra, og farið í ostasmakk og það er frábært að fara og skoða vindmyllurnar í Kinderdjik.

Það er margt fleira í boði í Haag og þessi listi alls ekki tæmandi. Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig svo að allir fá eitthvað við sitt hæfi.

HUGMYNDIR

GOTT AÐ VITA

Land
Holland
Tungumál
Hollenska
Gjaldmiðill
Evra
„Við erum í skýjunum með ferðina! Gekk allt svo vel og allir vel stemmdir. Sigga Daney er frábær fararstjóri, bestu þakkir til hennar!“

Armar,

Í HAAG 2019
Umsögn frá Armar