fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Edinborg - Fallegt útsýni

Edinborg

Stórbrotinn miðaldraborg...

Höfuðborg Skotlands er þekkt fyrir ríka sögu og menningu og er Edinborg virkilega falleg borg. 

Skiptist hún í gamla og nýja bæinn og er sá gamli á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Hann er uppfullur af fallegum gömlum mannvirkjum, svo sem elstu konungshöll í Evrópu sem ennþá er búið í svo eitthvað sé nefnt. Í boði eru margar skipulagðar gönguferðir um þetta fallega svæði og og fræðsla um þessi glæsilegu mannvirki.

Eins og sannir Harry Potter aðdáendur vita eru skáldsögurnar skrifaðar í Edinborg. Á hverjum degi eru skipulagðar skoðunarferðir, öllum að kostnaðarlausu, sem hægt er að bóka sérstaklega fyrir hópinn. Er þetta vinsælasta ferðin í Edinborg og er hún jafn skemmtileg fyrir börn sem og fullorðna.

Í Edinborg má finna merkileg söfn sem gaman er að heimsækja. Eins eru margir frábærir bjór- og viskíbarir sem bjóða upp á fínustu drykki Skota og margir góðir veitingastaðir sem bjóða upp á dæmigerða skoska matargerð og því úr nógu að velja. Allir þeir sem hafa áhuga á sögu, arfleið og matreiðslu Skota mega alls ekki láta Edinborg framhjá sér fara.

FLUGTÍMI

Flugið milli Keflavíkur og Edinborgar er um 2 klukkustundir

VERÐLAG

Verslanir eru ódýrari en matur og drykkir á pari við Ísland.

VEÐUR

Vorin og haustin eru mild með um 10-15 gráður.

RÚTUR

Það tekur um hálftíma að fara frá flugvellinum og inn í Edinborg

AFÞREYING Í EDINBORG

Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.

Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Edinborg á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í hjólaferðir, bjórrölt og skoðunarferðir. En það er margt fleira í boði í Edinborg og þessi listi alls ekki tæmandi Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig svo að allir fá eitthvað við sitt hæfi.

HUGMYNDIR

GOTT AÐ VITA

Land
Skotland
Tungumál
Skoska og enska
Gjaldmiðill
Bresk pund
„Árshátíðarkvöldið var til fyrirmyndar og voru allir rosalega ánægðir með staðinn, matinn og þjónustuna. Viljum einnig þakka ykkur kærlega fyrir frábæra þjónustu og einnig Þorgils sem stóð sig mjög vel að sinna fyrirspurnum, aðstoða við allt sem fólk spurði um og allir mjög ánægðir!“

VSB,

Í SITGES
Sitges umsögn 3