Höfuðborg Skotlands er þekkt fyrir ríka sögu og menningu og er Edinborg virkilega falleg borg.
Skiptist hún í gamla og nýja bæinn og er sá gamli á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Hann er uppfullur af fallegum gömlum mannvirkjum, svo sem elstu konungshöll í Evrópu sem ennþá er búið í svo eitthvað sé nefnt. Í boði eru margar skipulagðar gönguferðir um þetta fallega svæði og og fræðsla um þessi glæsilegu mannvirki.
Eins og sannir Harry Potter aðdáendur vita eru skáldsögurnar skrifaðar í Edinborg. Á hverjum degi eru skipulagðar skoðunarferðir, öllum að kostnaðarlausu, sem hægt er að bóka sérstaklega fyrir hópinn. Er þetta vinsælasta ferðin í Edinborg og er hún jafn skemmtileg fyrir börn sem og fullorðna.
Í Edinborg má finna merkileg söfn sem gaman er að heimsækja. Eins eru margir frábærir bjór- og viskíbarir sem bjóða upp á fínustu drykki Skota og margir góðir veitingastaðir sem bjóða upp á dæmigerða skoska matargerð og því úr nógu að velja. Allir þeir sem hafa áhuga á sögu, arfleið og matreiðslu Skota mega alls ekki láta Edinborg framhjá sér fara.



AFÞREYING Í EDINBORG
Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.
Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Edinborg á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í hjólaferðir, bjórrölt og skoðunarferðir. En það er margt fleira í boði í Edinborg og þessi listi alls ekki tæmandi Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig svo að allir fá eitthvað við sitt hæfi.