Brighton er skemmtileg borg í Englandi sem Íslendingar hafa sótt mikið í gegnum tíðina. Borgin liggur meðfram ströndinni og er þekkt sem fallegasti strandarbær Englands. Vinsældir Brighton eru ótvíræðar og er það einna helst því flugtíminn er stuttur, bærinn er lítill, allt í göngufæri og mikið úrval af frábærum veitingahúsum og börum.
Skemmtilegar verslanir eru í borginni og má þá einna helst nefna miðbæinn The Lanes. Eru það litlar þröngar verslunargötur, sem eru fullar af lífstílsverslunum, veitingahúsum og börum. Einnig eru verslunarmiðstöðvar og stórar verslunargötur þar í nágrenninu og auðvelt að rölta þar á milli.
Mikið framboð er á glæsilegum hótelum sem henta vel fyrir hópa. Notum við mest hótel við strandlengjuna fyrir okkar hópa, en meðfram henni liggur skemmtileg gata uppfull af veitingahúsum og litlum verslunum. Á ströndinni er einnig mikið af afþreyingu í boði, til að mynda Kayak eða Paddle board, hin frægi i360 British Airways útsýnisturn og Brighton Pier skemmtigarðurinn.



AFÞREYING Í BRIGHTON
Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.
Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Brigthon á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í hjólaferðir, golf, bjórrölt og heimsókn í brugghús svo eitthvað sé nefnt. Hóparnir okkar hafa einnig farið og í i360 útsýnisturninn, heimsótt Royal Pavilion höllina, farið í vínekruferðir og eins er frábært leikhús, Theatre Royal í borginni.
Það er margt fleira í boði í Brighton og þessi listi alls ekki tæmandi Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig svo að allir fá eitthvað við sitt hæfi.