fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Image Alt

Brighton

Uppáhalds strandbær Breta...

Brighton er skemmtileg borg í Englandi sem Íslendingar hafa sótt mikið í gegnum tíðina. Borgin liggur meðfram ströndinni og er þekkt sem fallegasti strandarbær Englands. Vinsældir Brighton eru ótvíræðar og er það einna helst því flugtíminn er stuttur, bærinn er lítill, allt í göngufæri og mikið úrval af frábærum veitingahúsum og börum.

Skemmtilegar verslanir eru í borginni og má þá einna helst nefna miðbæinn The Lanes. Eru það litlar þröngar verslunargötur, sem eru fullar af lífstílsverslunum, veitingahúsum og börum. Einnig eru verslunarmiðstöðvar og stórar verslunargötur þar í nágrenninu og auðvelt að rölta þar á milli.

Mikið framboð er á glæsilegum hótelum sem henta vel fyrir hópa. Notum við mest hótel við strandlengjuna fyrir okkar hópa, en meðfram henni liggur skemmtileg gata uppfull af veitingahúsum og litlum verslunum. Á ströndinni er einnig mikið af afþreyingu í boði, til að mynda Kayak eða Paddle board, hin frægi i360 British Airways útsýnisturn og Brighton Pier skemmtigarðurinn.

FLUGTÍMI

Flugið milli Keflavíkur og Brighton er um 3 klukkustundir.

VERÐLAG

Verðlag er nokkuð gott

VEÐUR

Ágætlega hlýtt er í Brighton en getur verið vindasamt.

RÚTUR

Um 50 mín tekur að keyra frá Gatwick flugvelli til Brighton.

AFÞREYING Í BRIGHTON

Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.

Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Brigthon á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í hjólaferðir, golf, bjórrölt og heimsókn í brugghús svo eitthvað sé nefnt. Hóparnir okkar hafa einnig farið og í i360 útsýnisturninn, heimsótt Royal Pavilion höllina, farið í vínekruferðir og eins er frábært leikhús, Theatre Royal í borginni.

Það er margt fleira í boði í Brighton og þessi listi alls ekki tæmandi Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig svo að allir fá eitthvað við sitt hæfi.

HUGMYNDIR

GOTT AÐ VITA

Land
England
Tungumál
Enska
Gjaldmiðill
Breskt pund
„Við erum í skýjunum með ferðina! Gekk allt svo vel og allir vel stemmdir. Sigga Daney er frábær fararstjóri, bestu þakkir til hennar!“

Armar,

Í HAAG 2019
Umsögn frá Armar