fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Image Alt

Barcelona

Alltaf Barcelona...

Höfuðborg Katalóníu er töfrandi borg sem alltaf er gaman að heimsækja. Það eru mörg einstök kennileiti í Barcelona og eru þar efst á lista Gaudí garðurinn, La Sagrada Familía, Palau Nacional og Columbus minnisvarðinn.

Ströndin la Barceloneta er frábær fyrir þá sem vilja njóta sín í sandinum og meðfram strandlengjunni er ógrynni af flottum veitingastöðum og börum. Verslunargatan La Rambla, samanstandur af 5 götum sem eru fullar að glæsilegum verslunum og skemmtilegu andrúmslofti. Í Barcelona er einnig að finna yfir 50 mismunandi söfn og er þar Barcelona Football club safnið, eða Barça eins og liðið er oft kallað, mest sótta safn borgarinnar. Margir eru einnig spenntir að skoða leikvöllinn, sem er sá stærsti í Evrópu, og læra um fótboltaliðið.

Arkitektúrinn og skipulag borgarinnar er einstakt, og er borgin sú eina í heiminum sem hefur fengið gull medalíu frá the Royal Institute of British Architects og hlaut hún verðlaunin árið 1999. Margir leggja leið sína þangað á ári hverju til að fá innblástur úr umhverfi og lífi borgarinnar.

Við Barcelona er stærsti stórborgar garður í heimi, Collserola garðurinn. Í honum er að finna fjölbreyttasta gróður og dýralíf við miðjarðarhafið. Eins eru margar gönguleiðir og einstaklega fallegt um að litast og skemmtigarðurinn Tibidabo amusementpark. Heitir hann eftir fjallstindinum Tibidabo sem er hæðsti tindur í garðinum, þar sem musterið Expiatori del Sagrat Cor er staðsett. Er þar tvímælalaust besta útsýnið yfir borgina og frábært að njóta útiveru á þessum fallega stað.

FLUGTÍMI

Flugið milli Keflavíkur og Barcelona er um 5 klukkustundir.

VERÐLAG

Matur, drykkir og almennt uppihald er frekar hagstætt.

VEÐUR

Veðrið er milt & gott á vorin og haustin, eða milli 18-28 gráður

RÚTUR

30 mínútur tekur að fara frá flugvelli í miðbæ Barcelona.

AFÞREYING Í BARCELONA

Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.

Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Barcelona á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í hjólaferð, Gaudí garðinn og skoða Sagrada Familia svo eitthvað sé nefnt. Hóparnir okkar hafa einnig farið í tapas smakk, vínekruferðir, bjórsmakk og eru frábær söfn sem gaman er að skipuleggja hópferðir í.

Það er margt fleira í boði í Barcelona og þessi listi alls ekki tæmandi. Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig svo að allir fá eitthvað við sitt hæfi.

HUGMYNDIR

GOTT AÐ VITA

Land
Spánn
Tungumál
Spænska, en flestir ágætir í ensku
Gjaldmiðill
Evra
„Starfsfólk Norðurflugs fagnaði 10 ára afmæli félagsins með því að bjóða starfsfólkinu í ævintýraferð til Marrakech. Ferðin var frábærlega skipulögð frá upphafi til enda, það var vel haldið utan um okkur og hægt var að finna afþreyingu sem hentaði hverjum og einum. Fimm stjörnur!“

Norðurflug,

Í MARRAKECH
Umsögn Marrakech