fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Alicante á Spáni er spennandi staður til þess að halda árshátíð á

Alicante

Árshátíð í sólinni...

Alicante hefur lengi verið vinsæll áfangastaður fyrir íslendinga. Er hann frábær blanda af borgar- og sólarferð og verður því enginn svikinn.

Gamli bærinn í Alicante er litríkur með fallegar þröngar götur sem gaman er að ganga um og njóta. Strandlína borgarinnar skiptist í yfir 10 baðstrendur og glæsilega smábátahöfn. Mörg glæsileg söfn eru í bænum svo sem fornleifasafnið Museo Arqueológico Provincal og listasafnið Mueso Bellas Artes Gravina. Við miðbæinn rís fjallið Benacantil sem geymir fallega kastallann Castillo de Santa Barbara. Er hann talin geyma besta útsýnið yfir borgina og því mjög vinsælt að heimsækja hann. Bæði er hægt að heimsækja kastalann fótgangandi eða með leigubíl, þar sem gangan getur verið krefjandi.

Í kring um borgina eru margar skemmtilegar hálf- og heilsdagsferðir í boði. Til dæmis má nefna vínsmakk á vínekrum eða að skoða fallega  fossa núttúru í Algar. Einnig er vinsælt að fara í stuttar siglingar og snorkla í volgum sjónum.

Alicante hefur upp á margt að bjóða og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það sé að fara í tapassmakk, skella sér í golf, liggja á ströndinni, að versla eða einfaldlega bara að sitja á góðu kaffihúsi í miðbænum og njóta mannlífsins. Hitastigið á Alicante er gott allan ársins hring og því kærkomið að halda saman í frábæra árshátiðarferð.

FLUGTÍMI

Beint flugið milli Íslands og Alicante er um 4 klukkustundir og 30 mínútur

VERÐLAG

Verð er hagstæðara en á Íslandi t.d. í mat og drykk

VEÐUR

Veðrið er gott á vorin og haustin, hiti er á bilinu 15-25 gráður

RÚTUR

Um 20 mín keyrsla er frá flugvelli

AFÞREYING Í ALICANTE

Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.

Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Alicante á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara á vínekrur, í siglingar og gönguferðir um gamla bæinn svo eitthvað sé nefnt.

Þessi listi er ekki tæmandi og það er margt fleira í boði. Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig og hans áhuga svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

HUGMYNDIR

GOTT AÐ VITA

Land
Spánn
Tungumál
Enska og spænska
Gjaldmiðill
Evra
"Kompaní ferðir sá um að skipuleggja með okkur frábæra ferð til Sitges og Barcelona í september 2021. Undirbúningur, skipulag og samskipti til fyrirmyndar. Viljum við sérstaklega taka fram að farastjórinn okkar Stefanía stóð sig með eindæmum vel og hefðum við ekki vilja vera án hennar. Það skipti sköpum í ferðinni að hafa farastjóra með okkur til halds og trausts og er þetta þjónusta sem við viljum ekki vera án í framtíðar ferðum"

Starfsmenn Jakobs Valgeirs,

SITGES, SPÁNN 2021